Það er á svona tímum sem maður finnur fyrir því hversu mörg “börn” eru í fjölskyldunni þegar það er mikið um fermingarnar, svo ég tali nú ekki um afmælin og nokkrar skírnarveislur. Ég hef mjög gaman af að fá að taka þátt í svona yndislegum stundum og ekki verra að fá að fylla svanga maga með góðum tertum.
Þar sem fermingarhugmyndirnar eru enn að flæða langaði mig að segja ykkur nánar frá skírnartertunni sem ég gerði um daginn en hér sjáið þið tertuna í heild sinni.
Kakan sjálf var jarðaberja-döðlutertan frá fyrrum samstarfskonu minni. Hrikalega “djúsí” uppskrift sem klikkar ekki. Ég notaði tvennskonar sílikon mót til að gera barnið, skóna og stafakubbana. Fyrra mótið var sérstakt barnamót sem fæst hjá Allt í köku (sjá nánar) og seinna barnaleikfangamót. Hefðbundið smjörkrem og lítill opinn stjörnustútur (#18) var notaður til að sprauta kringum botnana.
Þið byrjið á að lita hvítt gum paste, gerið það að kúlu þannig að allir jaðrar hverfi og slétt á alla kanta. Þrýstið gum paste-inu í mótið, skerið af afganginn og leyfið að stífna, á borði eða í kæli. Ég mæli ekki með að frysta og setja beint við stofuhita því þá myndast raki og styttan fer að svitna.
Hitt mótið sem ég notaði er með allskonar ungbarnaleikföngum og því hægt að nota oft og við mismunandi tækifæri. Ég tók því miður engar myndir af því en getið skoðað mótið nánar hér.
Stafirnir og stjörnurar voru skornar út með mótum en ég air brushaði fyrst á útflatt gum paste og skar svo, þannig fékk ég svona “faded” áferð á stafina og stjörnunar. Bleiku áferðinni náði ég einnig með því að nota air brush græjuna sem ég hef sagt ykkur frá 😉
Hér koma svo tvær nær myndir.
Nærmynd af barninu og kjólnum. Kjóllinn varð pínu grófur þarna neðst en held að teppið hafi falið það aðeins, teppið gerði ég annars með munsturmottu frá Wilton.
Þessi kaka er náttúrulega ekkert nema geggjuð!
Pingback: Skírnartertur | Kökudagbókin
[…] muna eflaust einhverjir eftir en ég sýndi aðeins frá því hvernig ég gerði barnið með […]