Súkkulaði lakkrís trufflur

Undanfarin jól hef ég ávallt gert eitthvað gott konfekt og stundum hefur mér tekist að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Sumt af því býð ég upp á með aðventukaffinu, annað er mér til yndisauka og svo geri ég töluvert af konfekti í jólagjafir. Margir hverjir eiga alltof mikið af hinu og þessu og vilja frekar eitthvað sem nýtist og hægt að deila með sér, þar kemur konfekti sterkt inn. Sörurnar eru klassískar, gömlu góðu smákökurnar, maregnstoppar, konfekt, saltaðar karamellur og jafnvel góðar trufflur. Í fyrra gerði ég saltaðar karamellur, karamellutrufflur með sjávarsalti, hefðbundnar trufflur, sítrónutrufflursítrónutrufflur með kókos og baileys trufflur. Allar reyndust þær frábærar. Einnig gerði ég lakkrís karamellur sem slógu mikið í gegn en mig dreymir enn að ná góðu Nóa lakkrís tuggunum en þær voru í miklu uppáháldi hjá mér.

Í dag fékk ég svo spurningu hvort ég hefði ekki gert lakkrístrufflur. Viti menn þarna var komin ný hugmynd fyrir mig að prufa og þar sem ég gat ekki beðið með að prufa ákvað ég að skella í eina litla uppskrift og deila árangrinum með ykkur.

Þær voru afskaplega ljúffengar en ég hugsa að ég myndi nota ljósara súkkulaði næst og jafnvel prufa hvítt súkkulaði svo það er næg tilraunastarfsemi fyrir höndum.

 

Ég studdist við klassísku hlutföllin tveir á móti einum af súkkulaði á móti rjóma þar sem ég var með ívið dekkra súkkulaði og finnst mér þéttleikinn koma vel út. Þetta varð líka hæfilegt magn en ég fékk 18 stk úr uppskriftinni en þetta verður eflaust 15-18 eftir stærð. Meðfylgjandi er uppskriftin og smá myndasyrpa af ferlinu.

 

Súkkulaði lakkrís trufflur
Votes: 1
Rating: 5
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Þessar eru tilvaldar sem eftirréttur, í saumaklúbbinn, sunnudagskaffið, jólakonfekt eða önnur tilefni.
Fjöldi Undirbúningur
18 stk 15 mín
Baksturstími Biðtími
1,5 klst 1 klst
Fjöldi Undirbúningur
18 stk 15 mín
Baksturstími Biðtími
1,5 klst 1 klst
Súkkulaði lakkrís trufflur
Votes: 1
Rating: 5
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Þessar eru tilvaldar sem eftirréttur, í saumaklúbbinn, sunnudagskaffið, jólakonfekt eða önnur tilefni.
Fjöldi Undirbúningur
18 stk 15 mín
Baksturstími Biðtími
1,5 klst 1 klst
Fjöldi Undirbúningur
18 stk 15 mín
Baksturstími Biðtími
1,5 klst 1 klst
Hráefni
Trufflurnar
Skreyting
Magn stk
Mælieining:
Aðferð
  1. Brytjið súkkulaði í rúmgóða hitaþolna skál
  2. Setjið vatn í pott, ca botnfylli og hitið að suðu. Slökkvið undir og setjið skálina með súkkulaðinu yfir. Leyfið súkkulaðinu að bráðna hægt og rólega.
  3. Þegar súkkulaðið er að fullu bráðið, bætið við lakkrísduftinu og rjómanum, blandið þangað til allt er vel blandað saman og komin glansandi áferð á blönduna.
  4. Setjið plastfilmu yfir og leyfið að stífna inn í ísskáp. Ef þið notið ljósara súkkulaði þarf minna af rjóma en ef rjóminn er þeim mun meiri á móti súkkulaðinu gæti súkkulaðið þurft að fá að stífna yfir nótt eða það nær ekki að stífna svo setjið frekar minna en meira til að byrja með.
  5. Búið til litlar kúlur, annaðhvort með lítilli ísskeið eða teskeið og rúllið í höndunum. Þetta ætti að gera trufflurnar aðeins klístraðar svo lakkrísduftið loðir vel við.
  6. Veltið upp úr lakkrísduftinu til skreytingar og berið fram eða geymið í ísskáp í ca 7-10 daga í loftþéttum umbúðum.
Deila uppskrift
Print Friendly, PDF & Email

Article by Eva

Leave your comment