• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
13/07/2011  |  By Eva In Afmæli, Brúðkaup, Ferming, Fullorðnir, Kökuskraut, Skírn, Súkkulaði, Sýnikennsla, Uppskriftir

Súkkulaðirósir

Loksins lét ég verða af því að prufa langþráð verkefni með súkkulaði og það voru súkkulaðirósir. Ég hef séð svo margar gullfallegar súkkulaðirósir á netinu og hef horft á ófá myndbönd á YouTube. Hér er eitt af myndböndunum sem ég horfði á fyrir löngu en ég notaði ekki þessa aðferð við að setja blómið saman heldur studdist ég við sömu aðferð og ég nota við að gera sykurmassa rósirnar mínar.

[vodpod id=Video.12983702&w=425&h=350&fv=%26rel%3D0%26border%3D0%26]

Ég tók því miður engar myndir af ferlinu í þetta skiptið en get gert það ef þið viljið annars, endilega skrifið það þá í athugasemdir 🙂

Snúum okkur aftur að verkefninu skemmtilega, hérna kemur lokaafurðin:

Ég gerði rósina eins og ég væri að gera rós úr sykurmassa eða gumpaste. Ég reif bara smá bút af súkkulaðiklessunni og myndaði litla keilu sem er innsti parturinn af rósinni. Því næst er tekinn annar minni, mynda kúlu með fingurgómunum en ekki lófanum því þá bráðnar súkkulaðið um leið því það er heitasti parturinn. Ég notaði plastpoka til að fletja út, þá er kúlan sett á milli og kúlan flatt út og höfð örlítið dropalaga með annan endann þynnri. Þeim er svo raðað kringum keiluna. Fyrsta “blaðið” fer nánast alveg utan um keiluna og felur hana (þá ullar blómið ekki á þig). Næsta laufblað kemur svo ofan á ca 1/2 eða 1/3 af síðasta og þannig koll af kolli þangað til þú ert komin með þá stærð sem þú vilt.

Það er skiljanlega erfitt að átta sig á þessu svona en vona að þetta komi ykkur af stað. Hér er annars myndband sem gæti einnig hjálpað ykkur, það er reyndar fyrir fondant/sykurmassa rósagerð en sýnir ykkur betur tæknina sem ég notaði fyrir utan byrjunarskrefið.

[vodpod id=Video.12984111&w=425&h=350&fv=]

Hér eru svo nokkrar myndir til viðbótar af sömu rós en skrefunum sem ég tók.

Svona leit rósin út áður en ég bætti við gyllingu á jaðarinn og laufblöðum.

Hérna er gyllingin komin á. Ég notaði gyllt perluduft til að mála á en það er hægt að nota það þurrt og dreifa með duftbursta eða bleita með alkóhóli (t.d. vodka) og mála á. Þetta er algjör snilld og þarf bara lítið af duftinu þannig að það endist þrátt fyrir litla pakkningu.

Mér fannst rósin frekar einmanaleg og tómleg þar sem ég var ekki með neina köku með og datt mér í hug að nota laufblaðaskerana sem ég á og sjá hvernig kæmi út. Hérna sést rósin með tveimur laufblöðum.

Ég reyndi fyrst að nota skerana á súkkulaðið án þess að hafa plastpokann á milli og það gekk vægast sagt ekki vel, það klístraðist bara við mótið. Því  flatti ég súkkulaðileirinn út með pokanum og setti svo mótið yfir og stakk út. Gekk svona glimrandi vel að mínu mati.

Uppskriftin að svona er eins einföld og getur orðið, í raun þarf bara tvö hráefni, súkkulaði og sýróp. Hérna kemur uppskriftin sem ég notaði fyrir þessar:

Uppskrift: Súkkulaðileir / Modeling Chocolate /Chocolate plastique

  • 230 gr suðusúkkulaði, bráðið
  • 1/2 bolli golden sýróp, hitað*
*upprunaleg uppskrift segir að eigi að vera 1 bolli korn sýróp og 455 gr dökkt súkkulaði. Korn sýróp er illfáanlegt hér á landi eins og er og því notaði ég golden því það fæst allsstaðar og ég minnkaði einnig uppskriftina því ég vildi bara gera tilraun en ekki fara alla leið.
Leiðbeiningar:
  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hitið sýrópið í örbylgjuofni eða potti. Passið að ofhita ekki sýrópið en það verður fljótt mjög vökvakennt og það er nóg.
  2. Blandið saman sýrópi og súkkulaði, það mun verða örlítið yrjótt til að byrja með engar áhyggjur, það er eðlilegt, hrærið þangað til þið finnið að hafi stífnað aðeins.
  3. Setjið í plastfilmu og látið kólna í kæli í að minnsta kosti 1 klst eða þangað til orðið að góðum stinnum klumpi, þá er súkkulaðileirinn tilbúinn til notkunar.

Munið að geyma súkkulaðið sem er ekki verið að nota í kæli því það verður ekki jafn meðfærilegt þegar það hefur hitnað of mikið.

Þið eruð líklega að velta fyrir ykkur hvort sé ekki hægt að gera einnig úr hvítu súkkulaði og svarið er JÚ! það er hægt 🙂 en það þarf aðeins meir af súkkulaði á móti sýrópi eða 680 gr á móti 1 bolla af sýrópi.
Þessar uppskriftir fékk ég úr skjali sem ég fann á netinu gegnum einhverja af þessum fræðslusíðum en get því miður ómögulega munað hverri þeirra.
Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
gylling modeling chocolate súkkulaði súkkulaði leir súkkulaði rós

Article by Eva

Previous StorySundlaugarterta
Next StoryKóróna fyrir prinsessutertu

Related Articles

  • Vikan-Páskar-2018
    Páskaumfjöllun
  • trufflur-1
    Bóndadags trufflur

1 reply added

  1. Pingback: Sveitakaka |

    […] að þekja bæði efri og neðri. Setja ský og grindverk. Grindverkið er úr súkkulaðileir (modeling chocolate) sem ég sagði ykkur frá um daginn. Kom rosalega vel út sem grindverk. Ég notaði hinsvegar […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.