• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
10/07/2011  |  By Eva In Kökuskraut, Uppskriftir

Sundlaugarterta

Alltaf jafn skemmtilegt þegar ég enda í ávæntu tilraunarverkefni. Ég var að prufa nýtt kökumix frá CK products og vildi skreyta kökuna smávegis til að vita hvernig það smakkaðist með kremi og svona. Ég vil þó benda á að ég baka alltaf frá grunni, finnst það mun skemmtilegra og þá veit ég nákvæmlega hvað fer í kökuna. Það getur hinsvegar verið gott að geta gripið í Betty crocker kassa og bara frábært að hafa þann valkost!

Snúum okkur aftur að tilrauninni minni. Ég setti hlekk inn á Facebook síðuna fyrir stuttu af Sundlaugarköku sem Wilton var að segja frá. Mér fannst hún pínu töff og notuð piping gel sem ég hef ekki prufað að vinna með áður, þetta voru því tvær flugur í einu höggi ef svo má segja.

Hérna er svo kakan fullunnin með öllum mistökunum 😉

þar sem þetta var bara tilraun og ekki ætlunin að birta sérstaklega var ég ansi kærulaus með frágang en svo fannst mér ég bara verða að deila henni með ykkur því þetta var einstaklega auðveld terta og viss um að allir geti gert hana, sérstaklega ef Betty Crocker eða annað cake mix er til staðar 😉

Kakan er smurð með smjörkreminu sem ég nota oftast og hvítu rendurnar eru einnig úr sama kremi, en ég tók frá smá hluta af hvíta og litaði rest bláa. Fattaði svo eftir á að mig vantaði grænt í grasið og skellti bara smá gulum í bláa og úr varð þessi fíni græni litur. Ég bjó til 1,5 uppskrift af kremi til að skreyta kökuna.

Hvítu rendurnar eru gerðar með topp #47 frá Wilton sem eru einnig notaðir í körfumynstur og grasið með topp #42 þar sem ég á ekki stærri toppa á borð við #134.

Ég leitaði víðsvegar að uppskriftum að svona piping gel og innihéldu flestar eitthvað sem ég átti ekki til. Á endanum fann ég eina fína inn á CakeCentral sem ég breytti og svínvirkaði fyrir mig. Ég hellti bara gelinu yfir og dreifði úr með spaða en farið varlega svo kremið undir skemmist ekki.

Hér er uppskriftin mín að Piping gel eftir breytingu á Cakecentral uppskriftinni:

  • 1/3 bolli sykur
  • 1 msk maísmjöl
  • 1/2 bolli vatn
  • 1/8 tsk Cream of tartart (eða helmingur af 1/4 tsk)
Leiðbeiningar:
  1. Setjið sykur og maísmjöl í pott, hrærið saman, setjið svo vatn og cream of tartar út í og hitið saman á vægum/háaum hita, best er að sykurinn leysist upp áður en suða kemur upp.
  2. Þegar þetta hefur þykknað þá er best að taka af hellu, setja matarlitinn út í (og bragðefni ef óskað er) og leyfa að kólna og stífna meir.
  3. Að lokum er þessu smurt á kökuna eða sett í sprautupoka/ sprautubrúsa og skrifað á tertu, kexkökur eða annað sem manni dettur í hug.
Hér kemur svo ein nærmynd í lokin en eflaust er best að minnast á að ég notaði Gumpaste í fígúrurnar, þið getið fengið það hjá Allt í köku og mömmur.is
Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
piping gel smjörkrem

Article by Eva

Previous StoryCake pops
Next StorySúkkulaðirósir

Related Articles

  • Gulur vörubíll
  • Smjörkremsmyndir

1 reply added

  1. Pingback: Nafnatertur fyrsti hluti | Kökudagbókin

    […] á tertuna notaði ég sama gel og ég gerði fyrir sundlaugartertu fyrir allnokkru síðan. Fígúran og skipið var gert úr skreytingamassa (e. gum […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.