Þið hafið nú eflaust orðið vör við það að ég hef ekki verið mikið í því að birta uppskriftir af hollari tertum og góðgæti enda er það ekki mitt sérsvið. Hinsvegar hreyfi ég mig orðið daglega og borða nokkuð hollt almennt, og hef því verið að kynna mér eitthvað örlítið hollara sem hentar með ræktinni, sem millimál í vinnunni og eitthvað sem gæti sefað nammiþörfina sem á það til að blossa upp á óhentugum stundum.
Hér er ein sú einfaldasta sem ég hef rekist á og er hægt að breyta henni á ótal vegu (upprunalegu uppskriftina má finna hér:
Þriggja hráefna orkustykki (til útprentunar):
- 1 bolli döðlur*
- 1 bolli cashew hnetur eða hnetur að eigin vali
- 1 bolli trönuber eða blöndu, t.d. þurrkuð epli, apríkósur, rúsínur ofl.
Aðferð:
- Passið að döðlurnar séu steinlausar
- Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og notið “pulse” takkann eða veljið hæga stillingu með stoppum þar til blandan myndar kúlu.
- Setjið plastfilmu í ferkantað mót sem er 20x20cm að stærð, plastfilmu yfir og þjappið.
- Kælið vel og skerið í 10 stk.
- Geymist í kæli í vel lokuðu íláti eða frysti.
*Ef þið notið þurrkaðar döðlur, t.d. frá Hagver ofl. þurfið þið líklegast að bæta smá vatni svo þetta haldist vel saman en Medjool döðlur eru blautari og þarf ekki að bleita upp í.
Næringarupplýsingar pr.stk m.v. 10 stk
Hitaeiningar: 154
Fita: 7,9 gr
Kolvetni: 21,5 gr
Protín: 1,6 gr