• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
04/09/2012  |  By Eva In ALL, Blár, bleikur, Fondant, Gum paste, Kökuskraut, Smjörkrem, Súkkulaði, Svartur, Sýnikennsla, Unglingar

Sweet 16

Mikið finnst mér tíminn líða hratt, mér finnst sem að litla systir mín hafi verið fjögurra ára í gær en hún varð 16 ára um helgina og byrjuð í menntaskóla. Hún er mikil áhugamanneskja um bakstur og kökuskreytingar eins og ég og þótti okkur því tilvalið að gera eina afmælisköku handa henni í sameiningu. Hún valdi útlit og aðstoðaði ég við að útfæra og setja saman.

Fyrir valinu varð einföld hringlaga terta með Zebra mynstri, bleikum sykurmassaborða og tölunni 16.

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Að venjum byrjum við á að þekja kökuna með kremi. Ef þið viljið fá skarpar brúnir þá er gott að setja krem og slétta eins vel og hægt er, kæla, jafnvel frysta í nokkrar mínútur og slétta með heitum spaða. Gott er að hafa smá auka krem ef þarf til að slétta betur.

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Setjið massann yfir og hugið að skrautinu

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Ég litaði svartan sykurmassa með Black Extra matarlit frá Sugarflair. Mæli með að vera með hanska þegar þið hnoðið saman svo þið verðið ekki hrikalega skítug á höndunum og með matarlitinn fastan á höndunum 😉

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Mynstri skárum við út með pizzaskera. Hér er spurning um að gera nógu óreglulega búta en samt örlítið ílanga svo þetta flæði saman

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Systir mín sá svo um að raða bútunum á kökuna áður en við festum þá með sykurmassalími

Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Eins og þið sjáið þá náðu svörtu “rendurnar” ekki alveg niður og ástæðan sú að litla systir vildi hafa bleikan borða kringum kökuna. Til að gera borða er gott að rúlla út lengju sem er svo flött út með kefli, þannig náið þið sléttum og fínum borða.

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Eins og þið sjáið nýtti ég mér borðaskeran sem fæst frá Wilton og notuðum munstraðan skurð, auðvitað hægt að nota allskonar áhöld, sumir hafa jafnvel notað kleinujárn ofl.

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Hér er kakan klár en stafirnir voru settir á um leið og kakan var borin fram. Stafina gerðum við úr gum paste kvöldið áður svo þeir væru orðnir stífir.

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

[hr]

Systir mín var einnig ofurdugleg og gerði Chocolate Chip Cookie Cupcakes. Þessar eru einstaklega massívar en bragðgóðar! Ef áhugi er fyrir hendi get ég eflaust fengið uppskriftina hjá henni og birt hér á síðunni.

Ef ég skyldi hana rétt þá er deigið svipað og er gert til að gera smákökur en sett í muffinsform í staðin. Hér sjást þær áður en þær fóru í ofninn

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

og komnar úr ofninum, vel ilmandi og einstaklega girnilegar

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Meðan systir mín dúllaði sér í þessu gerði ég “stjörnu” súkkulaði, þ.e.a.s. þar sem ég notaði plastfilmu sem notuð er til að færa mynstur yfir á súkkulaði (chocolate transfer sheets). Ég klippti smá ræmu af lengjunni sem ég átti, bræddi súkkulaði, smurði yfir og leyfði að kólna

Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Við unnum svo í sameiningu að því að gera tvílitt smjörkrem og sprauta því á kökurnar. Við notuðum stút 2D frá Wilton.

Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com

Að lokum voru kökurnar skreyttar með “stjörnu” súkkulaðibitum

Sweet 16 by TheCakeDiary.com

[hr]

[Show as slideshow]
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com
Sweet 16 by TheCakeDiary.com

 

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
fondant pink sweet 16 zebra

Article by Eva

Previous StoryAmerískar pönnukökur
Next StorySkírnartertur

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.