Mikið vona ég að fyrirsögnin hafi vakið áhuga ykkur á uppskrift dagsins. Góðgætið sem varð fyrir valinu í dag voru semsagt Cashew Skjaldbökur. Mér finnst þetta algjört lostæti en ég sá þetta í Bandaríkjunum í einni af súkkulaðiverslunum sem ég heimsótti nú í haust. Þetta er í raun afskaplega einfalt, smá hrúga af cashew hnetum með karamellu […]
Cashew skjaldbökur
Lesið leiðbeiningarnar vel áður en þið byrjið.
Í stuttu máli er ferlið svona, (1) Setjið súkkulaði yfir vatnsbað og bræðið rólega, (2) gerið karamelluna, (3) undirbúið botnana meðan karamellan mallar, (4) hellið karamellunni yfir og að lokum smá súkkulaði. Leyfið að stífna.