Nafnatertur fyrsti hluti

Það hefur verið nokkuð um fjölgun í vinahópnum sem og á vinnustaðnum og gaman að segja frá því að ég fékk þann heiður að gera tvær nafnatertur fyrir ekki svo löngu. Mig langar að byrja á að segja ykkur frá annarri þeirra sem var fyrir vinkonu mína sem ég kynntist í háskólanum fyrir nokkrum árum og […]

Fermingar 2015

Það er nú eflaust heldur seint að vera segja frá fermingartertum nú seint í september mánuði en ég get nú ekki sleppt því að segja ykkur stuttlega frá tertunum tveimur sem ég gerði í vor og sumar. Önnur var fyrir Ýmir Karl, son góðrar vinkonu til ríflega 10 ára og hin var fyrir frænku mína, Írisi […]

Afmælisterta með garðþema

Fyrir helgi gerði ég litla en skemmtilega afmælistertu í tilefni 50 ára afmælis. Ég lagði upp með að hafa býflugu þema þar sem afmælisbarnið hafði orð á því en varð að breyta aðeins og úr varð lítil og nett terta með grænmetisgarði 🙂 Þetta er í sjálfu sér nokkuð einföld terta, mesti tíminn fer í […]

Duff bjórflöskukaka

Hér kemur loks lýsing á Duff bjórflösku kökunni sem ég hef verið að minnast á í síðustu tveimur færslum um sykurklaka og sykurflöskur. Kakan sjálf var hin hefðbundna djöflatertukaka með súkkulaðismjörkremi sem ég geri þegar ég þarf trausta súkkulaðiköku. Fyrsta verkið er að gera flöskurnar sjálfar. Það ferli tekur smá tíma þegar einungis eitt form […]

Nokkur kennslumyndbönd

Þar sem ég er enn í hörkustuði eftir kökuskreytingar dagsins ætla ég að birta hér nokkur skemmtileg og gagnleg kennslumyndbönd af fígúrum sem hægt er að gera úr fondant (sykurmassa) eða gum paste. Myndböndin eru öll á ensku en þeir sem eru ekki sleipir í tungumálinu ættu að geta séð vel hvernig fígúrurnar eru gerðar. […]