• UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
Kökudagbókin
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
  • UPPSKRIFTIR
  • BLOGGIÐ
  • UM SÍÐUNA
    • FJÖLMIÐLAR
  • FAQ
  • HAFÐU SAMBAND
24/07/2011  |  By Eva In Afmæli, Blár, Kökuskraut, Skírn, Sýnikennsla

Takkaskór

Ég fékk svo skemmtilega áskorun að ég hreinlega verð að deila þessu með ykkur!  Verkefnið var að gera takkaskó sem skraut á skírnartertu og töff blóm sem ég hef heldur ekki gert áður. Svona lýtur þetta út:

Áhöld og hráefni í takkaskóna:

  • 100 gr af gumpaste, matarlitur að eigin ósk (var sky blue  í þetta skiptið),
  • nokkur áhöld úr Wilton áhaldasettinu – eða samskonar (kúluáhaldið, takkaskerinn og kúpt – veit ekki nafnið en sjáið á myndunum hvað ég á við),
  • kefli
  • svampur

Byrjið á að að taka frá klípu af hvítu gumpaste og leggið til hliðar og munið að vefja í plastfilmu á meðan svo verði ekki að grjóti. Þessi hvíti hluti fer í rendurnar og takkana. Því næst skuluð þið lita gum paste-ið í þeim lit sem varð fyrir valinu og skipta í tvo hluta, ca 45-50 gr. hver.

Takið svo aðra kúluna og vefjið henni í plast því einungis er unnið með einn skó í einu því gum paste er tiltölulega fljótt að stífna upp. Þegar þið hafið gengið frá annarri kúlunni skuluð þið taka smá klípu af kúlunni sem eftir er, þessi biti fer í reimarnar og tunguna á skónum.

Nú hefst handavinnan! Það þarf að hnoða kúluna vel og rúlla henni milli handanna þangað til hún er slétt og fín og öll samskeyti horfin. Þegar því er lokið er hægt að mynda skóinn hægt og rólega. Það þarf að gera kúluna aflanga og nota kúluáhaldið til að mynda opið í skóinn.

Eins og sést á myndinni að ofan er táin ekki orðin mjög mjó en betra er að mynda gatið fyrst því annars geta myndast sprungur þegar gum paste-ið fer að harna. Hér sést svo hvernig skórinn hefur tekið á sig betri mynd eftir að búið er að mjókka tána.

Verð að játa að myndirnar eru í dekkri kantinum hjá mér í þetta skiptið en ég vona að það komi ekki að sök. Ég notaði annars pizzaskera til að skera niður reimarnar en ég miðaði svo lengdina bara við skóna, mátaði og skar eftir máli.

Til að koma reimunum almennilega fyrir í götin notaði ég eitt af Wilton tólunum (#5).

Hér sést tólið sem ég notaði til að gera götin fyrir reimarnar (#15).

Þegar reimarnar eru komnar í er gott að skera línurnar (saumsporin), mér fannst a.m.k. betra að gera það áður en ég setti hvítu rendurnar á hliðarnar (#10).

Til að gera rendurnar á hliðunum notaði ég aftur pizzaskerann. Skar fyrst í nokkrar langar lengjur sem ég skar svo niður eftir þörfum.

Svona líta skórnir svo út þegar búið er að líma reimar, rendur og tungu á skóna. Ég verð að játa að ég gleymdi að mynda tungugerðina en hún var alveg út í bláinn og skar ég bara eftir því sem passaði/hentaði hverjum skó.

Síðasta verkið er að setja takkana undir skóna. Besta leiðin var að skipta hvíta niður í litlar kúlur, móta grófa keilu og ýta niður á toppinn. Svo er keilunum snúið öfugt þegar þær eru nógu stífar til að bera skóna og festar undir með sykurmassalími. (Engar myndir af þessu því miður). Hér eru svo skórnir með tökkunum.

Tók svo fleiri myndir af skónum með blómunum og leyfi einni auka að fylgja 😀

 Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vantar ábendingar þá er sjálfsagt mál að skrifa hér að neðan, á Facebook síðuna eða með tölvupósti.

Print Friendly, PDF & Email

Share this:

  • Email
  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest
blár blóm fondant gum paste handgert kökuskraut hvítur sykurblóm takkaskór

Article by Eva

Previous StoryKóróna fyrir prinsessutertu
Next StoryKúlur til skreytinga

Related Articles

  • Nafnatertur fyrsti hluti
  • Fermingar 2015

3 replies added

  1. Pingback: Áhöld til kökuskreytinga |

    […] fyrr en ég fór að gera hinar og þessar fígúrur ásamt annarskonar kökuskrauti eins og takkaskóna sem ég sýndi ykkur um daginn. Settið mitt lýtur út eins og á myndinni en ég veit að svipuð […]

    Reply
  2. Pingback: Áhöld til kökuskreytinga | Kökudagbókin

    […] fyrr en ég fór að gera hinar og þessar fígúrur ásamt annarskonar kökuskrauti eins og takkaskóna sem ég sýndi ykkur um daginn. Settið mitt lýtur út eins og á myndinni en ég veit að svipuð […]

    Reply
  3. Pingback: Kúlur til skreytinga | Kökudagbókin

    […] sunnudag sýndi ég ykkur hvernig þið getið gert takkaskó, nú langaði mig til að sýna ykkur hvernig köku ég gerði og skreytingarnar […]

    Reply

Leave your comment Cancel Reply

(will not be shared)

LEITA

DAGATAL

May 2022
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Mar    

NÝLEGAR FÆRSLUR

  • Öðruvísi heimagerð páskaegg
  • Páskaumfjöllun
  • Ferðalagið mikla og ný tækifæri
  • Nýtt útlit
  • Svampbotnar

MERKIMIÐAR

56% súkkulaði 70% súkkulaði air brush bolludagur Brauð brúðarterta brúðkaup döðlur Ferming flórsykur fondant gum paste haframjöl halloween hrekkjavaka hugmyndir hunang hvítur jarðarber karamella karamellur konfekt kókos leiðbeiningar Lodge muffins möndlur pottabrauð pottjárn páskaegg páskar rjómi sara bernhard sjávarsalt skírn smjörkrem sykur sykurmassi síróp sítrónur sörur súkkulaði trufflur tveggja hæða uppskrift
  • UPPSKRIFTIR
  • UM HÖFUND
  • BLOGGIÐ
  • DAGATAL
  • HAFÐU SAMBAND
©Kökudagbókin 2011-2020
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.