Þeytt söltuð karamella

Fyrir skömmu gerði ég nokkrar æðislegar franskar makkarónur með allskonar fyllingum og þar á meðal karamellufyllingu. Ég var í smá vanda með hvað væri best að gera og fór á veraldarvefinn í leit að innblæstri og fann þar snilldaruppskrift sem mig langar að deila með ykkur. Upprunalegu uppskriftina má finna hjá The Tough Cookie.

Frönsku makkarónurnar sem voru fylltar í stíl við litinn, bleikar með hindberjum, ljósar með þeyttri karamellu, grænar með pistasíu kremi og gular með sítrónukremi.

Mér hafði nú ekki dottið í hug að þeyta karamellunna góðu sem ég geri en ég mun klárlega prufa það næst þegar ég geri saltaðar karamellur.

Hér kemur svo uppskriftin ásamt myndum af ferlinu. Takið sérstaklega eftir hversu mikið karamellan lýsist við þeytinguna og verður meiri um sig. Minnir á gómsætt smjörkrem með karamellubragði.

 

Þeytt söltuð karamella
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Tilvalin fylling í franskar makkarónur, krem á bollakökur, fylling milli botna eða jafnvel sem dýrindis krem á sörur.
Fjöldi Undirbúningur
1 uppskrift 5 mín
Baksturstími Biðtími
20 mín 20 mín
Fjöldi Undirbúningur
1 uppskrift 5 mín
Baksturstími Biðtími
20 mín 20 mín
Þeytt söltuð karamella
Votes: 0
Rating: 0
You:
Rate this recipe!
Prenta uppskrift
Tilvalin fylling í franskar makkarónur, krem á bollakökur, fylling milli botna eða jafnvel sem dýrindis krem á sörur.
Fjöldi Undirbúningur
1 uppskrift 5 mín
Baksturstími Biðtími
20 mín 20 mín
Fjöldi Undirbúningur
1 uppskrift 5 mín
Baksturstími Biðtími
20 mín 20 mín
Hráefni
Magn uppskrift
Mælieining:
Aðferð
  1. Finnið til 2 ltr pott og sjóðið sykur og vatn við vægan hita meðan sykurinn hefur bráðnað að fullu. Setjið sykurlöginn á háan hita.
  2. Hitið rjómann að suðu meðan sykurlögurinn mallar.
  3. Hitið sykurlöginn þangað til þið hafið náð réttum lit (orðið að karamellu), því dekkri sem lögurinn verður því "brenndari" verður karamellann og rammara bragð að mínu mati. Endakremið verður líka dekkra.
  4. Þegar réttum lit er náð, takið pottinn af hitanum og setjið hitaða rjómann út í. Þetta á eftir að gjósa upp og því betra að vera með stærri pott og farið varlega.
  5. Þeytið saman helmingnum af smjörinu saman við. Þegar það er komið setjið pottinn í vask með köldu vatni til að kæla frekar og þeytið saman restinni af smjörinu.
  6. Setjið karamelluna í kæli, ca 20-30 mínútur, eftir því hversu stíft þið viljið kremið.
  7. Þeytið með hrærivél þangað til kremið er orðið létt og ljóst, nánast eins og karamellulitað smjörkrem.
  8. Hrærið saltinu út í að þessu loknu og skreytið kökur og annað að vild.
Deila uppskrift
Print Friendly, PDF & Email

Article by Eva

Leave your comment