Þessi uppskrift er frá ömmu hans Gunnars á Akureyri og er alltaf gerður á jólunum hjá tengdafjölskyldu minni.
Uppskrift:
- 4 egg
- 125 gr sykur
- Rifinn börkur af 1 sítrónu
- Safi úr 1-2 sítrónum
- 4 blöð matarlím
- 5 dl rjómi
- 100-150 gr saxað súkkulaði, eftir smekk
- 1 dós niðursoðin jarðarber
- Aðferð:
- Þetið eggin í hrærivél vel og lengi ásamt sykri. Þetta má í raun þeytast þangað til ‚matarlímið og bragðefnin eru til.
- Bleytið upp í matarlíminu með smá volgu vatni.
- Rífið börk af 1 sítrónu og kreistið safa úr 1-2 tveimur, eftir smekk.
- Súkkulaðið saxað smátt.
- Jarðarberin sett í sigti og safanum safnað í skál.
- Vatnið tekið frá matarlíminu, hliti af jarðarberjasafanum settur saman við og klárað að leysa upp límið í örbylgjuofni.
- Matarlíminu blandað saman við þeyttu eggin og sykurinn. Börkurinn ásamt sítróusafa og jarðarberjasafa. Hér ræður smekkurinn för. Best að setja smátt og auka safa eftir smekk. Ef til vill 2-4 msk af sítrónusafa og annað eins af jarðarberja.
- Súkkulaðinu blandað saman við og leyft að stífna lítillega í vinnuskál í kæli ca 30 í 30-40 mínútur.
- Rjóminn þeyttur, frómasinn tekinn út, hrært upp í öllu saman og rjómanum blandað saman við.
- Byrjað á að setja um 2/3 af frómasnum í skál, ferskjum jarðarberjum raðað meðfram hliðum, og niðursoðnu jarðarberjunum stungið her og þar í frómasinn. Setjið restina af frómasnum og setjið fleiri niðursoðin jarðarber. Setjið plastfilmu yfir frómasinn og geymið í kæli.
Þennan er hægt að gera samdægurs eða gera kvöldið áður. Skreytið eftir smekk, t.d. smá rjóma, ferskum jarðarberjum og súkkulaðispæni.