Amerískar pönnukökur
Uppskrift:
- 185 gr hveiti
- 3,5 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt*
- 1 msk sykur
- 300 ml mjólk
- 1 stk egg
- 3 msk ósaltað smör, brætt**
*skv. uppskriftinni átti að vera 1 tsk salt
** skv. uppskriftinni átti að vera hefðbundið smjör
Aðferð:
- Sigtið þurrefni í skál og gerið smá holu
- Bræðið smjörið og hellið því ásamt mjólk og eggi í miðjuna.
- Hrærið saman í kekkjalaust deig
- Steikið á heitri pönnu (gott að skammta með ísskeið)