Franskar Makkarónur (French Macarons)

Franskar Makkarónur (ca 40-45 stk)Macarons by The Cake Diary.com

Uppskrift

 • 210 gr flórsykur*
 • 125 gr möndlumjöl**
 • 115 gr eggjahvítur við stofuhita ca 3-4 stk, 3-4 daga gamlar***
 • 50 gr strásykur
 • 1/4 tsk eggjahvítuduft
 • Matarlitur eftir smekk

 

* Ég nota flórsykur í stað venjulegs sykur þar sem ég á ekki matvinnsluvél sem mylur sykurinn í fínt duft.
** Ég kaupi tilbúið möndlumjöl af sömu ástæðu og með sykurinn, ég á ekki matvinnsluvél til að vinna hráefnin saman.
*** Þetta er eitt af lykilatriðum uppskriftarinnar. Ég aðskil eggin helst 3-4 dögum fyrir bakstur og jafnvel 4-5 dögum fyrr ef ég man eftir því. Flestar uppskriftir segja að einn sólarhringur sé nóg en mín reynsla er að það mistekst frekar ef ég geri það.

 

Aðferð:

 1. Takið saman hráefnin og vigtið þau. Sigtið möndlumjölið og flórsykurinn saman 2-3 umferðir.
 2. Þeytið eggjahvítur og eggjahvítuduft á miðlungshraða, þegar þeytarinn er farinn að mynda slóð (ca 1-2 mín) bætið þá strásykrinum út í einni matskeið í einu. Þeytið þangað til stífir og beinir toppar myndast. Ef krullast upp á endann hafið þið ekki þeytt nóg.
 3. Blandið saman þurrefnunum og eggjahvítunum með sleif, setjið matarlitinn út í þessu stigi. Hrærið vel saman eða þangað til blandan er orðin hæfilega blaut. Gott viðmið er að deigið falli af sleifinni og myndi einskonar borða sem hverfur í degið á ca 15-18 sekúndum. Markmiðið er að hafa rétt magn af lofti í kökunum, ef loftið er of mikið lyftast þær of hratt og springa. Ef loftið er of lítið myndast ekki fótur sem gefur kökunum sitt einkennandi útlit.
 4. Setjið deigið í sprautupokann og sprautið beint niður í ca 2-3cm hringi. Kökurnar munu svo leka aðeins og stækka. Skellið plötunni aðeins í borðið á alla kanta, mum hjálpa við að mynda “fótinn”. Leyfið að standa í skamma stundu. Gæti tekið 10-30 mínútur eftir rakastigi. Hitið ofninn í 160°C, enginn blástur.
 5. Bakið eina plötu í einu í næst efstu rim í 12 mínútur. Athugið að bökunartími getur verið breytilegur og þarf að athuga með hitastig ofnsins því þeir geta verið mjög misjafnir og er nauðysnlegt að hafa rétt hitastig. Of mikill hiti eða of bakaðar kökur missa lit og verða líkari maregnstoppum sem er ekki það sem við viljum.

 

Hægt er að nota nánast hvaða krem/fyllingar í franskar makkarónur t.d. Smjörkrem þar sem er 50/50 (ósaltað smjör vs smjörlíki), súkkulaði ganache, lemon curd og lengi mætti telja.

 

Færsla um franksar makkarónur.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment