Íslenskar pönnukökur

Gerir um 12-16 stk (fer eftir þykkt)

Pönnukökur

 • 2,5  dl hveiti (hægt að skipta út fyrir heilhveiti eða spelt)
 • 1/4 tsk salt
 • 1 tsk sykur
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 2 egg
 • 4 dl léttmjólk
 • 2 msk matarolía
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • matarlitir eftir smekk (mæli með góðum “þéttum”(e. concentrated) litum t.d. Sugarflair, Americolors eða Wilton). Forðist McCormik og aðra blauta liti.

Aðferð:

 1. Setjið þurrefnin í skál og blandið helmingnum af mjólkinni saman við svo myndi kekkjalaust deig.
 2. Brjótið eggin í bolla og hrærið svo saman við degið.
 3. Blandið afgangnum af mjólkinni, olíunni og bragðefnunum út í.
 4. Skiptið deiginu niður í 2-4 skálar og setjið smá lit í hverja og blandið saman.
 5. Steikið hvern liti fyrir sig á pönnu
 6. Rúllið pönnukökunum upp á RÖNGUNNI því litirnir eru sterkari og fallegri á þeirri hlið sem er minna steikt.
 7. Raðið eftir smekk og njótið!

 

Uppskriftin er upp úr bókinni Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment