Pönnukökur án eggja

Gerir um 8-10 pönnukökur

Pönnukökur

  • 2dl hveiti (má vera heilhveiti eða spelt)
  • 3 dl mjólk
  • 3/4 dl vatn
  • salt eftir smekk
  • sykur eftir smekk
  • Vanilludropar eftir smekk

 

Aðferð

  1. Hrærið öllu saman og látið standa í u.þ.b. eina klukkustund. Deigið þykknar við það að standa og bíða á stofuborðinu
  2. Steikið á pönnukökupönnu
  3. Berið fram og njótið

 

Uppskriftin er upp úr bæklingi sem ég hef átt til margra ára er nefnist “Eggjaofnæmi”. Uppskriftirnar úr honum eru eftir Kristínu Magnúsdóttur og Dórótheu Einarsdóttur. 

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment