Kökurnar:4 stk eggjahvítur
225 gr flórsykur
250 gr möndlur, hakkaðar
Kremið:
4 stk eggjarauður
125 gr sykur
100 ml vatn
250 gr smjör, ósaltað og mjúkt
2 msk kakó
Hjúpur
300 gr suðusúkkulaði eða 150 gr suðusúkkulaði og 150 gr hjúpsúkkulaði*
* Upprunalega uppskriftin segir 200 gr af suðusúkkulaði en mér fannst ég þurfa 300 gr og mæla sérfræðingar hjá Nóa Síríus með að blanda hjúpsúkkulaði og suðusúkkulaði
Þessi uppskrift gerir um 50-60 sörur, fer svolítið eftir hversu stórar eða litlar þær eru. Mínar urðu um 2-3 munnbitar að stærð.
Aðferð:
- Ofninn hitaður í 180 gráður.
- Eggjahvíturnar stífþeyttar. Flórsykurinn sigtaður yfir og hrært saman við með sleikju ásamt möndlunum.
- Sett á plötu með teskeið og bakað í 10-12 mínútur en síðan eru kökurnar látnar kólna á grind í ca 10 mín og síðan settar í kæli.
- Sykur og vatn soðið saman upp að 116 gráðu hita (lögurinn farinn að þykkna ögn en ekki breyta lit). Á meðan eru eggjarauðurnar þeyttar mjög vel.
- Heitum sykurleginum hellt út í smátt og smátt og þeytt á meðan. Best er að hella milli skálarbarms og þeytara, því ef hellt er beint á þeytarana geta komið slettur. Þeytt áfram smástund og síðan er linu smjörinu hrært gætilega saman við ásamt kakóinu.
- Kremið sett með matskeið á kökurnar (botninn) og kælt vel. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði og síðan smurt yfir kremið; best er að vinna aðeins með nokkrar kökur í einu og geyma hinar í kæli á meðan. Kökurnar þarf að geyma í kulda, helst í frysti