Gerir um 2 lítil glös af shake
- 2 frosnir bananar í bitum (þroskaðir)
- 2-3 tsk af möndlusmjöri
- 100 ml kókosmjólk, köld
- Nokkrir bitar 70% súkkulaði (má sleppa)
Aðferð:
- Setjið frosna bananabita ásamt kókosmjólk (og súkkulaðibitum) í blandara eða matvinnsluvél og blandið saman þangað til komin flauelsmjúk áferð
- Setjið í glös og njótið
Einnig er hægt að gera banana ís úr og þá er hægt að setja minna af kókosmjólkinni eða frysta aðeins aftur ef verður of fljótandi.