Uppskriftin gerir um 14 stangir
- 1/3 bolli (ca 113 gr) hunang
- 1,5 msk kakó
- 1/3 bolli (ca 80 ml) kókosolía
- 1/3 bolli (ca 75 gr) möndlusmjör
- 1 tsk vanilludropar
- 2 bollar (ca 140 gr) kókosmjöl
Aðferð
- Setjið hunang, kakó og kókosolíu í pott og hitið við meðalháann hita.
- Fáið upp suðu og sjóðið í eina mínútu og takið strax af hitanum.
- Blandið möndlusmjörinu og vanilludropunum saman við bráðina.
- Hrærið kókosmjölinu út í
- Setjið í skemmtileg mót eða með skeið á smjörpappír og kælið þangað til allt hefur stífnað.
- Geymist best í kæli en má geyma við stofuhita.