Þessi uppskrift gerir um 1/2 krukku af möndlusmjöri.
Möndlusmjör er í raun mjög svipað og hnetusmjör nema möndlur notaðar í staðinn.
Hráefni
- 200 gr möndlur (með eða án hýðis)*
- 1 msk kókosolía (má sleppa)**
*Möndlurnar má líka rista fyrir aðeins öðruvísi bragð. Þá eru þær settar á ofnplötu með smjörpappír, bakaðar í ca 6 mínútur við 180°C
** Hægt er að bragðbæta möndlusmjörið með hunangi, kanil, súkkulaði ofl.
Aðferð (tekur um 10-20 mínútur að gera)
- Setjið möndlurnar í matvinnsluvél og byrjið að hakka þær
- Þær byrja á að verða eins og möndlumjöl (haldið áfram)
- Verða svo eins og blautt og klesst deig (haldið áfram)
- Loks verður blandan flauelskennd og möndlusmjörið tilbúið