Þriggja hráefna orkustykki

Þriggja hráefna orkustykkiOrkustykki - Kokudagbokin.is

  • 1 bolli döðlur*
  • 1 bolli cashew hnetur eða hnetur að eigin vali
  • 1 bolli trönuber eða blöndu, t.d. þurrkuð epli, apríkósur, rúsínur ofl.

Aðferð:

  1. Passið að döðlurnar séu steinlausar
  2. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og notið “pulse” takkann eða veljið hæga stillingu með stoppum þar til blandan myndar kúlu.
  3. Setjið plastfilmu í ferkantað mót sem er 20x20cm að stærð, plastfilmu yfir og þjappið.
  4. Kælið vel og skerið í 10 stk.
  5. Geymist í kæli í vel lokuðu íláti eða frysti.

*Ef þið notið þurrkaðar döðlur, t.d. frá Hagver ofl. þurfið þið líklegast að bæta smá vatni svo þetta haldist vel saman en Medjool döðlur eru blautari og þarf ekki að bleita upp í.

Næringarupplýsingar pr.stk m.v. 10 stk 

Hitaeiningar: 154
Fita: 7,9 gr
Kolvetni: 21,5 gr
Protín: 1,6 gr

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment