Uppskrift

- 3 egg
- 1,5 dl sykur
- 3 msk hveiti
- 4 msk kartöflumjöl (1/2 dl)
- 1 tsk lyftiduft / matarsódi
- 2 msk kakó
- 1 tsk vanillusykur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C
- Þeytið eggin þangað til þau eru orðin að létt og froðukennd bætið svo sykrinum varlega saman við.
- Sigtið þurrefnin og blandið þeim rólega við eggja&sykur hræruna.
- Hellið í ofnskúffu með smjörpappír og dreifið í þunnt lag, passið að miðjan verði ekki of þykkt og kantarnir of þunnir.
- Bakið neðarlega í ofninum í 5-10 mínútur.
- Þegar kakan kemur úr ofninum hvolfið henni yfir viskastykka sem þið eruð búin að strá sykri yfir (óþarfi að spara sykurinn) 😉
Fylling
Fyllingin er skemmtilega einföld en hún er vel þeytt smjörkrem, uppskriftin erkomin inn hér en birti hana aftur.
- 100 gr smjörlíki
- 3 dl flórsykur
- 1-2 tsk vanilludropar
Þeytið smjörlíki, flórsykur og vanilludropa vel saman. Þeytið þangað til kremið er orðið hvítt en það getur tekið nokkrar mínútur. Ef kremið er of þykkt, þá bætið við 1-3 msk af vatni og það verður mýkra og auðveldara að smyrja því á kökuna.
Þegar kremið er komið á rúllið þið kökunni upp og notið viskastykkið til að hjálpa ykkur. Voila, góð og einföld kaka tilbúin á ca 30 mínútum.