Gulrótarkaka

ca 20 mannaGulrótarkaka

Uppskrift

 • 4 egg
 • 1  1/4 bolli (300 ml) olía
 • 2 bollar (400gr) sykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 bollar (250 gr) hveiti
 • 2 tsk matarsódi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk kanill
 • 3 bollar (330 gr) rifnar gulrætur
 • 1 bolli (110 gr) saxaðar pekanhnétur (má sleppa eða minnka magnið)

Leiðbeiningar

 1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið ferkantað mót (22x32cm) ég set bara smjörpappír svo ég geti tekið auðveldlega úr og sett á disk.
 2. Þeytið egg, olíu, sykur og vanilludropa saman með þeytara. Blandið svo þurrefnunum út í og þeytið þangað til blandað saman. Hrærið út í gulrótum og pekanhnétum með sleif og hellið í mótið.
 3. Bakið í ca 40-50 mínútur eða þangað til að pinni kemur hreinn út eftir að stinga í miðjuna. Leyfið að kólna áður en kremið er sett á.

 

Uppskriftin er fengin frá Allrecipes.com

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment