Hefðbundin Jólakaka

Hefðbundin jólakaka með rúsínum og sítrónudropum
Uppskrift

 • 100 gr smjörlíki, mjúkt
 • 125 gr sykur
 • 2 stk egg
 • 200 gr hveiti
 • 2,5 tsk lyftiduft
 • ¼ tsk sítrónudropar
 • 1 dl mjólk
 • 1 dl rúsínur

Aðferð:

 1. Ofn hitaður í 175°C.
 2. Sykur og smjör þreyt saman þangað til létt og ljóst. Eggjum bætt rólega saman við ásamt bragðefnum.
 3. Þurrefni sigtuð saman við
 4. Rúsinum bætt út í að lokum með sleif.
 5. Sett í vel smurt mót og bakað í ca 1klst eða skemur ef minni og fleiri mót notuð.
Print Friendly, PDF & Email

2 replies added

  • Eva 10/08/2018 Reply

   Sæl Daðey,

   Almennt nota ég blástur í baksturinn.

   kv. Eva

Leave your comment