Uppskrift
- 240 gr smjörlíki
- 280 gr hveiti
- 200 gr sykur
- 150 gr haframjöl
- 1 egg
- 2 tsk matarsódi
- Sulta eftir smekk (ca 1/3 – 1/2 krukka)
Aðferð:
- Hita ofninn í 180°C
- Blanda öllum þurrefnunum saman í skál.
- Skera niður smjörlíkið og blanda út í ásamt egginu.
- Deigið verður svolítið líkt mylsnu, ég setti klessuna á borðið, þjappaði henni betur saman og skellti í kæli í poka áður en ég setti deigið í formið.
- Eftir að botninn var komið setti ég um um 1/3 af sultukrukku (magn fer eftir smekk).
- Að lokum strimlarnir skornir og lagði yfir.
- Kakan bökuð í 30-40 mínútur.