Hvít hindberjaterta

12 manna terta

Hvít hindberjaterta

 • 2 bollar (5dl) hveiti
 • 1 tsk salt
 • 1 bolli sykur (2,5 dl) – skipt til helminga
 • 250 ml rjómi
 • 2 msk nýmjólk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 stórar eggjahvítur (við stofuhita)
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/4 tsk möndludropar (má sleppa og setja meira vanillu eða annað bragð)
 • 1,5 bolli ( ca 3,5 dl/225 gr) hindber*
 • 1dl (rúmlega) af Hindberjasultu
 • 1/2 Maregns krem
 • 1/2 bolli (ca 50gr) ristaðar kókosflögur

*Ég notaði frosin hindber og lét þau standa í sjóðandi vatni í 1-3 mínútur.

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 160 gráður. Setjið smjörpappír í botninn á 2 (eða 3) 20cm formum og sprayið hliðarnar með olíu. **
 2. Blandið saman hveiti, salti og helmingnum af sykrinum (1/2 bolli) og leggið til hliðar.
 3. Takið aðra skál og blandið saman rjóma, mjólk, lyftidufti, bragðefnum og restina af sykrinum (1/2 bolli).Hindberjaterta
 4. Þeytið eggjahvíturnar sér þangað til þær verða stífar.
 5. Blandið rjómablöndunni*** saman við hveitið og bætið svo við þeyttu eggjahvítunum.
 6. Blandið að lokum hindberjunum við deigið, ekki hræra of mikið en nóg til að blandist.
 7. Bakist í u.þ.b. 25 mínútur eða þangað til kakan er gullinbrún (sést vel á jaðrinum) og/eða kemur til baka þegar léttilega snert með fingrinum.
 8. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en hún er sett saman
 9. Setjið hindberjasultu á milli botnanna og skreytið svo með maregnskremi og kókosflögum.

 

** Þar sem ég á bara eitt form í hverri stærð, baka ég helminginn af deiginu fyrst og læt hitt standa á meðan. Það gengur alveg með þessa tertu.

*** Ég þeytti rjómablönduna léttilega áður en ég blandaði saman við þurrefnin, þessu má líklegast sleppa.

 

Uppskriftin er fengin af vef Martha Stewart, ég breytti leiðbeiningunum örlítið eða á þann hátt sem ég gerði. Upphaflega uppskrift má nálgast hér.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment