Hvít kaka

Hentar með smjörkremi

 • 170 gr smjör eða smjörlíki
 • 350 gr sykur
 • 6 eggjahvítur
 • 325 gr hveiti (sigtað 3x)
 • 4 tsk lyftiduft
 • 250 ml mjólk
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk möndludropar (má sleppa ef þið viljið ekki möndlubragð eða minnka hlutfallið)
 • 0,5 tsk salt

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 175-180°C (ég notaði ekki blástur).
 2. Smyrjið tvö 23cm hringlaga mót (eða eitthvað sem svipar í rúmmáli) eða setjið smjörpappír í þau.
 3. Hrærið saman smjör og sykur þannig að blandan verði kremuð. Bætið svo eggjahvítunum við, einni í einu. Blandan er hrærð þangað til létt og ljós, ca fimm mínútur.
 4. Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman með písk.
 5. Blandið þurrefnunum saman við smjör/sykur/eggjablönduna ásamt mjólkinni og bragðefnunum.
 6. Bakið í ca 35-45 mínútur eða þangað til kökupinni kemur hreinn út eftir að stungið er í kökuna. Ef formin eru stærri styttist bökunartíminn og hann eykst ef formin eru minni.
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment