Hvítir botnar

Basic white cake

Red velvet

Uppskrift:

 • 2 stór egg
 • 1 og 3/4 bolli hveiti (sigtað)
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 bolli smjör/smjörlíki, lint
 • 1 bolli sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/2 tsk möndludropar*
 • 1/2 bolli mjólk
 • 1/8 tsk cream of tartar**
*Þessu má sleppa þar sem það eru ekki allir fyrir mikið möndlubragð. Ég prufaði það og held að ég myndi eingöngu nota 1/4 tsk.
** Þetta fæst í flestum matvöruverslunum (a.m.k. Nóatúni og Hagkaup) og er yfirleitt hjá kryddunum frekar en bökunardeildinni.
Aðferð:
 1. Skiptu eggjunum, rauður í eina skál og hvítur í aðra og leyfðu þeim að standa og ná stofuhita.
 2. Hitaðu ofninn í 180°C og smyrðu formin eins og að ofan.
 3. Settu sigtað hveitið, lyftiduftið og salt í skál og leggðu til hliðar.
 4. Hrærðu  smjörið í ca 1 mín og bættu við 3/4 bolla af sykrinum (munda eftir að geyma afganginn) og hrærðu í ca 2 mín til viðbótar. Bættu svo eggjarauðunum við, einni í einu og að lokum vanillu-og möndludropunum.
 5. Bættu hveitinu og mjólkinni við deigið til skiptis, ca 1/3 af hvoru í hvert sinn. Þetta á að taka minna en 2 mínútur svo degið ofhrærist ekki.
 6. Næst skaltu þeyta eggjahvíturnar eins og þú værir að þeyta maregns, þegar þær eru orðnar vel froðukenndar skaltu bæta við cream of tartar og þegar toppar eru farnir að myndast skaltu bæta við sykrinum þangað til orðið nokkuð stíft eins og maregns. Gæti tekið um 3 mín á miðlungshraða.
 7. Að lokum skaltu blanda eggjahvítublöndunni varlega saman við degið með sleikju þangað til vel blandað saman. Skelltu deginu í formið og bakaðu í ca 20-25 mín eða þangað til kökupinni kemur hreinn út.
 8. Kælið á kökugrind og setjið svo saman.

 

Uppskriftin var notuð með Red velvet köku.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment