Jarðarberjadöðluterta

Uppskrift fyrir ca 12-16 manns og auðvelt að tvöfalda og þrefalda.

DöðlubotnJarðarberjaterta

 • 150 gr hveiti
 • 3 stk egg, við stofuhita
 • 200 gr púðursykur
 • 100 gr döðlur, smátt saxaðar
 • 80 gr suðusúkkulaði, smátt saxað
 • 1 tsk lyftiduft

Aðferð:

 1. Þeytið vel saman eggjum og púðursykri svo ferði ljós froða
 2. Sigtið þurrefnin útí og blandið saman með sleif
 3. Blandið að lokum döðlum og súkkulaði saman við allt saman með sleif.
 4. Bakið við 200°C í 10 mínútur án blásturs (minni hiti ef með blæstri).

 

Svampbotn:

 • 2 stk egg, vð stofuhita
 • 100 gr sykur
 • 1/2 dl hveiti
 • 1/2 dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft

 

Aðferð:

 1. Þeytið saman eggjum og sykri þannig úr verur létt og ljós froða
 2. Sigtið þurrefnin útí og blandið saman með sleif
 3. Bakið við 200°C í 5-10 mín eða þangað gullinbrún og pinni kemur hreinn út

 

Fylling og krem utaná köku:

 • 4 dl rjómi
 • 1/2-1 dós niðursoðin jarðarber
 • 2-4 tsk vanillusykur
 • 50 gr smátt saxað súkkulaði

Aðferð:

 1. Takið jarðarberin úr dósinni í sigti með skál undir og geymið sírópið til að bleyta í botnunum.
 2. Stífþeytið rjómann með vanillusykrinum.
 3. Blandið jarðarberjunum saman við rjómann og þeytið stutt.
 4. Bætið að lokum brytjuðu súkkulaði saman við.

 

Samsetning:

 1. Bleytið vel í döðlubotninum (neðri botninum) með sírópinu af jarðarberjunum úr dósinni.
 2. Setjið m helminginn af kreminu ofan á, setjið svo svambotninn ofan á og bleytið einnig í honum.
 3. Smyrjið kökuna með afgangnum af jarðarberjarjómanum.
 4. Skreytið með ferskum jarðarberjum og smátt söxuðu súkkulaði.
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment