Kókosbrúðarterta

Þessi uppskrift er fyrir um 12-16 manns

Kókosbrúðarterta

 

Botnarnir:

 • 3 bollar (365 gr) hveiti
 • 1 msk lyftiduft
 • 3/4 tsk salt
 • 3/4 bolli (170 gr) ósaltað smjör – við stofuhita
 • 1 3/4 bolli (350 gr) sykur
 • 4 stór egg, aðskilin
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk kókosdropar (má sleppa)
 • 392 ml (1 dós) kókosmjólk – ég nota coconut cream í grænu eða brúnu dósunum sem fást í Kosti og Vietnam market á Suðurlandsbraut
 • 1/4 tsk cream of tartar (má sleppa)Kókosbrúðarterta

 

Rjómaostakrem (helmingið uppskriftina ef þið viljið sítrónukrem á milli)

 • 170 gr rjómaostur, við stofuhita
 • 1/4 bolli (60 gr) ósaltað smjör)
 • 4 bollar (450 gr) flórsykur
 • 1/4 bolli (ca 4msk) kókosmjólk (afgangur af dósinni að ofan)

 

Sítrónukrem – sjá einnig uppskrift hér.

 • 125 ml ferskur sítrónusafi
 • 2 msk ósaltað smjör
 • 3 stór egg
 • 1 stór eggjarauða
 • 1 1/4 dl sykur
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • hnífsoddur af salti

 

Kókosbrúðarterta

Skreyting

 • 200 gr sæt rifin kókoshneta (Angel Flake coconut frá Baker’s sem fæst í Kosti)
 • Ferskar fjólur eða önnur falleg blóm til skrauts

 

Aðferð – botnar:

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Fóðrið botn og hliðar á tveimur 23cm hringformum (má líka vera 20cm eða 25 cm en athugið breyttan bökunartíma)
 3. Sigtið þurefnin saman í skál og leggið til hliðar
 4. Hrærið smjör í skál og bætið sykrinum rólega saman við þangað til létt og ljóst, bætið svo eggjarauðunum við, einni í einu.
 5. Bætið bragðefnunum út í smjörsykursblönduna
 6. Geymið u.þ.b. 1/4 bolla (4msk) af kókosmjólkinni fyrir kremið
 7. Bætið þurrefnunum og kókosmjólkinni út í hræruna til skiptis. Byrjið og endið á þurrefnunum.
 8. Hrærið ekki lengur en þarf til að allt blandist saman, leggið til hliðar
 9. Þeytið eggjahvíturnar með cream of tartar (má sleppa) þangað til stífir toppar myndast.
 10. Blandið 1/3 af hvítunum saman við deigið og svo restinni.
 11. Skiptið milli formanna tveggja (má líka geyma í skál meðan annar botninn bakast séu ekki tvö form til staðar), sléttið og inn í ofn
 12. Bakið í u.þ.b. 30-40 mínútur eða þangað til prjónn kemur hreinn út þegar stungið í miðju kökunnar.

 

Aðferð – rjómaostakrem:

 1. Þeytið saman rjómaost og smjör þar til mjúkt.
 2. Sigtið flórsykurinn og blandið vel saman við
 3. Bætið kókosmjólk út í eftir þörfum, 1msk í einu, þar til kremið er nógu mjúkt til að dreifa á kökuna

 

Aðferð – sítrónukrem:

 1. Hitið saman sítrónusafa og smjör í potti yfir meðalhita, rétt þangað til fer að sjóða.
 2. Pískið saman egg og eggjarauðu í hitaþolinni skál, bætið svo sykrinum rólega saman við.
 3. Hellið sítrónublöndunni rólega saman við og pískið jafnóðum (hér er gott að eiga töfrasprota með písk eða handþeytara).
 4. Setjið allt saman aftur í pottin og á helluna við meðalhita. Hrærið stanslaust með viðarsleif þangað til blandan þykknar ca 2-5 mínútur.
 5. Blandan er til þegar hægt er að draga fingur með bakhlið sleifar og skilji eftir sig slóð.
 6. Sigtið blönduna í hreina skál, setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í ca 1-2 tíma áður en þið notið kremið.

Hægt er að gera þetta krem allt að 5 dögum fram í tímann, geyma í vel lokuðu íláti í ísskáp.

 

Samsetning

 1. Setjið annan botninn á disk og setjð smjörpappír í kring til að hlífa disknum og losna við þrif á diskbrún
 2. Setjið 3/4 af rjómaostakreminu EÐA 1/2 af sítrónukreminu og stráið 1/2 bolla af kókosmjölinu yfir.
 3. Setið seinni botninn yfir og smyrjið alla kökuna með kreminu, bæði ofan á og hliðar.
 4. Restin af kókosmjölinu sett utanum kökuna og bökunarpappírinn fjarlægður.
 5. Skreytið með blómum og öðru eftir smekk

Kökuna má vel gera daginn áður, jafnvel tveim dögum áður en hana þarf að geyma í kæli á meðan og taka út 2 klst áður en hún er borin fram.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment