Kókoskaka

UppskriftSítrónukókos kaka

 • 1,5 bolli (185gr) af hveiti
 • 1/2 bolli (45 gr) kókosmjöl
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • smávegis salt
 • 1 msk sítrónu börkur (þurfið safa og börk af einni sítrónu í botnana, fyllinguna og kremið).
 • 1 bolli (250 gr) sykur
 • 125 gr ósaltað smjör, brætt
 • 2 stk egg
 • 1 bolli (250 ml) mjólk

*Munið að einn bolli er ílát sem tekur 250 ml, þið getið skoðað nánar um umbreytingar á málum undir praktísk atriði.

Krem

 • 1,5 bolli (185 gr) flórsykur
 • 1 bolli (90 gr) kókosmjöl
 • 1/2 tsk sítrónubörkur
 • 1/4 bolli sítrónu safi*
* Ég notaði ekki alveg 1/4 af bolla, tók um 2 msk af því sem fóru í fyllinguna. Ég bætti hinsvegar 2-4 msk af vatni út í kremið því ég vildi hafa það aðeins blautara þegar ég smurði því á kökuna. Athugið að ef það stendur í skálinni í einhvern tíma þornar það og þið þurfið að bæta við meiri vökva.

Fylling (ekki nauðsynleg en gerir hana enn safaríkari):

 • 1 stk egg
 • 1 msk maís mjöl (cornflour)
 • 3/4 bolli (190 gr) sykur
 • 120 ml vatn
 • 3 msk smjör
 • restin af sítrónu berkinum
 • 2 msk sítrónusafi

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Gerið kökuformið klárt, ég nota smelluform, set smjörpappír í botninn og spreyja hliðarnar með olíuspreyi (t.d. Pam).
 3. Blandið öllum kökuhráefnunum í eina skál og hrærið með trésleif. Deigið verður frekar lint og virkar örlítið kekkjótt. Hellið því í mótið og bakið í 20-22cm formi í um 40 mínútur eða þangað til kökupinni kemur hreinn út.
 4. Kremið er gert með því að setja öll hráefnin í hrærivél og hræra saman (ég nota K-ið í KitchenAid en ekki þeytara). Ef ykkur finnst það ekki nógu blautt til að smyrja á kökuna, þá er í góðu lagi að bæta við meira vatni.
 5. Fyllingin: bleytið upp í maís mjölinu með smá vatni og hrærið svo egginu saman við og leggið til hliðar. Hitið restina af hráefnunum í potti þangað til fer að sjóða, bætið þá eggja/maísmjöl blöndunni við og látið aftur sjóða. Hrærið stöðugt í um 5 mínútur eða þangað til orðið fallega gulleit og farið að þykkna.Takið af hellu og kælið. Ef þið lendið í að eggið hlaupi og fáið hvítar tæjur, ekki örvænta, þið látið fyllinguna renna gegnum sigti. Ég setti fyllinguna í kæli.
 6. Þegar kakan hefur kólnað getið þið skorið kökuna í tvennt, sett fyllinguna á milli og þakið með kreminu. Að setja kremið er það sem krefst smá þolinmæði og er ekki eins og venjulegt smjörkrem. Þannig að smyrjið smá í einu, það á að sjást í kökuna.
 7. Ég notaði svo smá auka kókos í lokin til að gera kökuna aðeins girnilegri og frísklegri

 

Sjá færslu

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment