Maregns, brúnn

UppskriftMaregnsbotnar

  • 3 eggjahvítur
  • 150 gr púðursykur
  • 80 gr sykur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C
  2. Þeytið eggjahvítur þangað til stíf froða hefur myndast og hægt að hvolfa skálinni án þess að renni úr.
  3. Bætið sykrinum rólega við og þeytið vel þangað til blandan breytir ekki um lögun þegar þeytari er tekinn úr.
  4. Smyrjið í tvo botna á einni eða tvær plötur (eftir því hvort ofninn geti bakað eina eða tvær plötur í einu) einnig er hægt að setja í sprautupoka með ýmsum gerðum af stútum
  5. Bakið í miðjum ofni í 40 mínútur

 

Fyllingar í maregnsbotna geta verið af öllum toga, hér er ein hugmynd með rjóma og karamellubúðing, einnig hægt að skreyta með ýmsum leiðum eins og þessari karamellusósu.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment