Ostaterta (óbökuð)

Undirbúningstími 30 mínútur | Heildartími 3,5 klst | Magn 8 sneiðarOstaterta

Uppskrift:

 • 20 kökur af Grahams hafrakexi
 • 11 msk ósaltað smjör, brætt
 • 2 msk sykur
 • 450 gr rjómaostur
 • 1 dós niðursoðin sæt mjólk (sweetened condensed milk)
 •  65ml sítrónusafi
 • 1 tsk vanilludropar

 

Aðferð:

 1. Myljið kexið með morteli eða setjið í góðan plastpoka og berjið með kökukefli eða öðru hentugu áhaldi
 2. Hellið mylsnunni og sykri í skál. Bætið við brædda smjörinu og blandið vel saman.
 3. Setjið í 23cm smelluform og setjið brúnina allt að 5cm upp, setjið í frysti í amk 10mín.
 4. Hrærið rjómaostinn þangað til mjúkur, bætið svo við sætu mjólkinni rólega saman við. Bætið að lokum við sítrónusafa og vanilludropum.
 5. Hellið fyllingunni í mótið og setjið plastfilmu yfir.
 6. Kælið í minnst 2,5-3klst áður en kakan er borin fram. Mæli með að geyma hana í frysti yfir nótt.

Upprunaleg uppskrift er fengin frá Martha Stewart, sjá hér.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment