Súkkulaði ostaterta

Undirbúningstími: 30 mínútur | Heildartími: 2 klst | Magn: 8 litlar sneiðar Súkkulaði - ostaterta

 

Uppskrift:

 • 150 gr digestive kex eða Grahams hafra kex
 • 45 gr smjör, brætt
 • 110 gr sykur
 • 120 ml rjómi
 • 150 gr dökkt súkkulaði*
 • 2 msk Nóa Síríus Kakó
 • 200 gr rjómaostur

 

* Ég notaði Nóa Síríus suðusúkkulaði þar sem ég er ekki hrifin af of dökku súkkulaði

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulðið yfir vatnsbaði og leyfið að kólna
 2. Myljið kexið vel og blandið saman smjöri og 1 msk af sykrinum. Þrýstið í 18cm hringmót með smellu og geymið í kæli
 3. Blandið smá volgu vatni við kakóið.
 4. Þeytið rjóma þangað til rák myndast í rjómanum. Hellið bræddu súkkulaðinu út í ásamt kakóblöndunni. Blandið vel saman og leggið til hliðar.
 5. Hrærið saman rjómaosti og sykri saman. Blandið svo súkkulaðiblöndunni við.
 6. Smyrjið í mótið og frystið í amk 1 klst og setjið í kæli í 30 mín áður en borið fram.
 7. Ég mæli með að bera þessa fram með þeyttm rjóma.

Uppskriftin er fengin frá Allrecipes.co.uk, sjá hér.

 

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment