Red velvet

UppskriftRed velvet

 • 2 bollar hveiti
 • 1/2 bolli smjörlíki (eða smjör)
 • 1/2 bolli sykur
 • 2 stór egg, við stofuhita
 • 1,5 msk rauður matarlitur
 • 2 msk kakó (cadbury´s)
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk salt
 • 1 bolli súrmjólk
 • 1 tsk eplaedik
 • 1 tsk matarsódi (ekki lyftiduft!)
Aðferð:
 1. Ofninn hitaður í 180°C og smurði ég eitt 22cm hringform (smjörpappír í botninn en smjör og hveiti í hliðarnar).
 2. Sigta hveitið í skál og leggja til hliðar. Hræra saman sykur og smjör þangað til létt og ljóst (ca 5mín). Bæta eggjunum við, eitt í einu.
 3. Í litla skál skal hræra vel saman matarlitnum, kakóinu og vanilludropunum.
 4. Settu saltið í súrmjólkina og bættu henni svo við deigið, til skiptis við hveitið (ca 1/3 í einu) en ekki taka of langan tíma eða hræra of mikið.
 5. Blandaðu edikinu og matarsódanum saman í mjög lítilli skál og bættu við degið.
 6. Settu deigið í mótið og bakaðu í ca 30-40 mín, eða þangað til kökupinninn kemur hreinn út. Ég notaði ekki blástur.
 7. Best að leyfa kökunni að kólna á grind.

 

Sjá færslu þar sem ég notaði red velvet botna.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment