Rice Krispies Kransakaka

Rice Krispies Turn

Uppskrift að 18 hringja rice krispies turni

 • 500 gr suðusúkkulaði
 • 280 gr rice krispies
 • 454 gr síróp (1 lítil dós)
 • 150 gr smjör
 • 100-200 gr dökkur súkkulaðihjúpur til að festa hringina saman
 • Kökuskraut að eigin vali

Aðferð:

 1. Setjið brytjað súkkulaði, síróp og brytjað smjör í pott og bræðið allt saman í þykkan hjúp sem minnir eilítið á karamellu
 2. Blandið rice krispies saman við og tryggið að súkkulaðið blandist vel við allt saman
 3. Byrjið að raða í kransakökumót*, innsta og ysta hring til að smara tíma og fyrirhöfn. Uppskriftin er nokkið rífleg og því óþarfi að spara. Ef þið hafið áhyggjur af að eiga ekki nóg mæli ég með að sleppa neðast/stærsta hringnum þangað til í lokin.
 4. Skellið í frysti í 5-10 mín. Losið með því að hvolfa mótinu og láta heitt vatn renna á botninn. Þannig losnar þetta strax án þess að vera nota auka feiti. Geymið svo á smjörpappír þangað til allt er orðið klárt.
 5. Endurtakið leikinn og raðið í miðju hringinn og aftur í frysti.
 6. Endurtakið leikinn með að losa.
 7. Þegar þið eruð tilbúin að setja turninn saman er best að vera búin(n) að raða hringjunum eftir stærðarröð til að forðast mistök ásamt því að hafa brætt súkkulaði við höndina. Ég mæli með hjúp þar sem hann storknar nokkuð auðveldlega, ef þið notið annað súkkulaði þurfið þið að hita það hægt til að missa ekki temprunina eða tempra það upp á nýtt.
 8. Gott er að setja efri hlutann saman, svo neðri (eða öfugt) og enda á að leggja allt saman.
 9. Skreytið að vild.
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment