Súkkulaði möndlu maregns baka

Uppskrift:

Maregnsbaka - Kökudagbókin

Botn:

 • 175 gr hveiti
 • 50 gr hrísgrjónamjöl
 • 150 gr ósaltað smjör
 • fínt rifinn börkur af einni appelsínu
 • 1 eggjarauða

Fylling:

 • 150 gr dökkt súkkulaði (ég notaði 56% og 70%)
 • 50 gr ósaltað smjör, mjúkt
 • 75 gr sykur
 • 2 msk maísmjöl
 • 4 eggjarauður
 • 75 gr möndlumjöl

Maregns:

 • 3 eggjahvítur
 • 150 gr sykur

Aðferð:

 1. Sigtið hveiti og hrísgrjónamjöl í skál. Blandið smjöri saman við svo líkist brauðmylsnu. Bætið því næst appelsínuberkinum og eggjarauðunni. Hnoðið degið saman, setjið í 23cm hringmót og geymið í kæli í 30 mínútur.
 2. Hitið ofninn í 190°C stingið gat á botninn, hyljið hann með smjörpappír og setjið “baking beans”, makkarónur eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug og bakið “blint” í 10 mínútur. Takið “baking beans” og smjörpappírinn af þegar botninn er tekinn úr ofninum.
 3. Gerið fyllinguna meðan botninn bakast. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og þeytið smjör og sykur saman í skál. Bætið því næst við maísmjölinni og eggjarauðunum. Blandið súkkulaðinu svo rólega saman við. Setjið í bökuna og bakið í aðrar 10 mínútur.
 4. Búið til maregnsinn með því að stífþeyta eggjahvíturnar (þannig að þær haldi lögun sinni og detti ekki úr skálinni sé henni hvolft) og hrærið svo helmingnum af sykrunum saman við. Blandið restinni af sykrinum saman við með sleif.
 5. Setjið maregnsinn ofan á bökuna og reynið að ífa upp toppa. Lækkið hitann á ofninum niður í 180°C og bakið í 15-20 mínútur eða þangað til maregnsinn er fallega brúnn/gylltur.
 6. Berið bökuna fram heita og skreytta með bræddu súkkulaði (og möndlum fyrir þá sem það kjósa).

 

Sjá færslu.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment