Súkkulaðibotnar fyrir brúðartertu

Súkkulaðibotnar fyrir brúðartertu

Einföld uppskrift að súkkulaðibotnum (óbreytt úr bókinni Couture Wedding Cakes eftir Mich Turner):

 • 200 gr 70% súkkulaði (frá Nóa Síríus)
 • 250 gr ósaltað smjör
 • 350 gr púðursykur
 • 5 egg
 • 140 gr hveiti
 • 1,5 tsk vanilludropar

 

Aðferð:

 1. Smyrjið tvö 15cm hring form og klæðið það með smjörpappír
 2. Bræðið súkkulaði yfir sjóðandi vatni og leggið til hliðar
 3. Hrærið saman smjörið og púðursykurinn
 4. Þeytið eggin létt áður en þeim er blandað saman við smjörið og púðursykurinn
 5. Blandið súkkulaðibráðinni saman við allt saman og hrærið.
 6. Bætið hveitinu saman við með sleif eða spaða.

Bakið í tveimur 15cm hring formum við 140°C með viftu (160°C án viftu) í miðjum ofni í 45 mínútur. Ef þið eruð með aðra stærð dragið frá eða bætið við 20 mín við baksturinn fyrir hverja 5cm breytingu á stærð formsins. Leyfið kökunni að kólna alveg í forminu áður en hún er sett saman. Annars getur hún misst lögunina. Þessi uppskrift dugir fyrir ca 15 manns.

Smellið hér fyrir uppskrift af súkkulaði ganache kremi sem passar einstaklega vel með þessari tertu.

 

Hér getið þið séð myndir af ferlinu og dæmi um brúðartertu.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment