- 200 gr digestive kex
- 100 gr smjör/smjörlíki
- 3 msk sýróp
- 2 msk kakó
- 50 gr rúsínur
- 100 gr dökkt súkkulaði (t.d. suðusúkkulaði)
Aðferð
- Byrjaðu á að smyrja 18 cm hringmót (ég spreyjaði með feiti og setti smjörpappír í botninn).
- Settu kexið í plastpoka og brjóttu það niður með kökukefli eða öðru ´haldi niður í litla mola.
- Bræddu smjörið og sýrópið í potti (eða örbylgju), hrærðu svo kakóinu og rúsínunum út í. Taktu pottinn af hellunni og hrærðu svo kexinu út og blandaðu öllu vel saman.
- Settu allt í kökuformið og pressaðu vel niður svo kakan verði þétt og góð.
- Að lokum skaltu bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og hella yfir kökuna og í kæli í 30-60 mín áður en borið fram. Það er hægt að geyma þessa í allt að eina viku í kæli í álpappír.
Uppskriftin er fengin úr bókinni GoodFood101, cakes & bakes)