- 455 gr sykur
- 340 ml vatn
- 1 msk glúkósi (liquid glucose) – fæst í Hagkaup
- 9 stk matarlímsblöð (gelatin)
- 2 stk eggjahvítur af stórum eggjum (ca 3/4 dl)
- 1 tsk vanilludropar
- flórsykur*
- maísmjöl eða kartöflumjöl*
*Þessu er blandað saman, engin ákveðin hlutföll en ég setti ca 3/4 flórsykur og 1/4 kartöflumjöl.
Áhöld:
- pottur
- pyrex kanna eða annað hitaþolið ílát
- sykurhitamælir
- hrærivél
- stórt fat
Leiðbeiningar:
- Setjið sykur, glúkósa og 200 ml af vatni í pott. Hitið að suðu og haldið áfram að hita þangað til blandan nær 127°C (260°F).
- Á meðan blandan sýður, bleytið matarlímsblöðin í 140 ml af vatni og stífþeytið eggjahvíturnar.
- Þegar blandan er tilbúin, takið pottinn af hellunni. Hellið matarlíminu varlega í pottinn og færið svo yfir í hitaþolið ílát til að stoppa suðuna.
- Hellið svo blöndunni varlega í hrærivélana með stífþeyttu eggjahvítunum og setjið svo vanilludropana í. Blandan mun svo þykkna hægt og rólega. Þeytið í um 5-10 mínútur eða þangað til blandan heldur lögun sinni á þeytaranum.
- Spreyið /smyrjið fatið vel og setjið flórsykurblönduna á meðan blandan þeytist. Hellið svo blöndunni í fatið og leyfið henni að standa í a.m.k. klukkutíma áður en þið skerið hana og berið fram.
- Munið að hafa nóg af flórsykursblöndunni til að velta bitunum upp úr.