Gerir um 25-35 litlar karamellur
Tími: Tekur um 30 mínútur að gera karamelluna og 2,5 klst í ísskáp
- 1,5 bolli sykur*
- 1/4 bolli vatn**
- 1/4 bolli Golden síróp***
- 250 ml rjómi
- 5 msk ósaltað smjör
- 1 teskeið flögusalt frá Norðursalti
- 1/2 tsk vanilludropar
*ca 340 gr
** ca 65 ml
*** ca 65 gr eða 4 msk
Aðferð:
-
- Smyrjið og setjið smjörpappír í ferkantað form sem er 20×20 cm að stærð, leyfið pappírnum að flæða yfir á tveimur endum
- Finnið stóran og djúpan pott (ca 2ltr eða stærri) og setjið vatn, sykur og síróp í pottinn og hitið að suðu við meðalháan/háan hita.
- Hitið þangað til blandað er orðin fallega gulllin brún og munið að hræra ekki, fylgist með og farið í að hita rjómann.
- Hitið rjóma, smjör og salt saman í potti að suðu eða örbylgjuofni.
- Þegar sykurblandan er klár, slökkvið undir og hellið rjómablöndunni varlega saman við. Þetta mun stækka í tvöfalt/þrefalt og er það alveg eðlilegt.
- Hrærið vanilludropunum saman við og kveikið aftur á hellunni. Hitið þangað til blandan nær 120°C eða 248°F*. Best er að nota sykurhitamæli til þess en þetta getur tekið 10-20 mínútur eftir því hversu heit hellan/helluborðið er.
- Þegar klárt, slökkvið undir og hellið í formið og geymið í kæli í nokkrar klukkustundur.
- Takið úr, setjið á skurðarbretti, stráið vel af flögusalti yfir og skerið í litla ferninga, tígla eða annað form. Þessi uppskrift gerir um 25-35 karamellur (fer eftir stærð á skurði).