Súkkulaðileir / Modeling Chocolate /Chocolate plastique

UppskriftSúkkulaðirós - Kökudagbókin

 • 230 gr suðusúkkulaði, bráðið
 • 1/2 bolli golden sýróp, hitað*
*upprunaleg uppskrift segir að eigi að vera 1 bolli korn sýróp og 455 gr dökkt súkkulaði. Korn sýróp er illfáanlegt hér á landi eins og er og því notaði ég golden því það fæst allsstaðar og ég minnkaði einnig uppskriftina því ég vildi bara gera tilraun en ekki fara alla leið.
Leiðbeiningar:
 1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hitið sýrópið í örbylgjuofni eða potti. Passið að ofhita ekki sýrópið en það verður fljótt mjög vökvakennt og það er nóg.
 2. Blandið saman sýrópi og súkkulaði, það mun verða örlítið yrjótt til að byrja með engar áhyggjur, það er eðlilegt, hrærið þangað til þið finnið að hafi stífnað aðeins.
 3. Setjið í plastfilmu og látið kólna í kæli í að minnsta kosti 1 klst eða þangað til orðið að góðum stinnum klumpi, þá er súkkulaðileirinn tilbúinn til notkunar.

 

Sjá færslu

Print Friendly, PDF & Email

4 replies added

 1. Begga 24/03/2013 Reply


  veistu hvort ég geti notað hvaða súkkulaði sem er. Var að spá td candy melts, upp á að geta verið með mismunandi liti 🙂

  • Eva 24/03/2013 Reply

   Sæl Begga,

   Ég hef ekki prufað candy melts sjálf með súkkulaðileir en mig minnir að þær Kristín Eik og Katrín hjá Allt í köku hafi reynt það og gengið vel. Gætir prufað að heyra í þeim, hvort sem þú átt leið í búðina eða skilaboðum/tölvupósti.

   kv. Eva

 2. Begga 25/03/2013 Reply

  Hæ, takk fyrir svarið, ég get samt ekki fundið það aftur hérna inni 🙂 en ég fann einmitt myndband á youtube sem sýndi að þú getur gert þetta í öllum litum líka 🙂

Leave your comment