Uppskrift
- 1 dl sykur
- 1 dl síróp (t.d. Mrs. Butterworths sem fæst í Kosti)
- hitaþolinn matarlitur eftir þörfum
Áhaldalisti
- Sykurflöskumót úr Copyflex (ég gerði eitt frá grunni eftir leiðbeiningum frá Chef Dominic Palazzolo). Hráefnin fékk ég hjá Allt í köku.
- Hitaþolna könnu eða skál, t.d. Pyrex
- Desilítramál
- Skál
- Lítil ferköntuð prik (létt og lítil föndurprik sem ég fékk í Byko og klippti niður – man ekki nafnið á þeim)
- Sykurhitamælir (ekki bráðnauðsynlegt en hentugra).
Aðferð:
- Setjið sykur og síróp saman í hitaþolna skál og hrærið vel saman.
- Setjið í örbylgjuofn og hitið í ca 6 1/2 – 7 1/2 mínútu á hæsta hita.
- Hellið í mótið, snúið því við og leyfið að drjúpa örlítið af
- Setjið í kæli