Temprun á súkkulaði

Hér verður stuttlega farið yfir hvernig þið getið unnið með nánast hvaða súkkulaði sem er með því að tempra það. Temprun er ákveðin aðferð sem er notuð til að fá slétt og gljáandi súkkulaði sem er frábært í hjúpun, konfektgerð og páskaeggjagerð. Í súkkulaðinu eru ákveðnir “kristallar” sem brotna niður þegar það er hitað yfir 32°C. Ef ykkur tekst að bræða súkkulaði án þess að fara yfir 32°c þurfið þið ekki að tempra súkkulaðið annars er best að gera eftirfarandi:

  1. Hita 3/4 af súkkulaðinu sem á að nota yfir heitu vatnsbaði hrærið vel í á meðan svo bráðni allt nokkuð jafnt.
  2. Mælið með góðum hitamæli, helst digital en einnig má nota sykurhitamæli, t.d. þennan.
  3. Þegar súkkulaðið hefur náð 42°C þarf að bæta við restinni eða 1/4 af heildarmagninu.
  4. Blandið vel saman þangað til allt súkkulaðið er vel bráðið saman. Með þessu ættuð þið að ná súkkulaðinu niður í 32°C og þið getið farið að steypa í mót og hjúpa konfektmola með sléttir og glansandi áferð.
  5. Ekki bíða of lengi með nota blönduna því hún er nokkuð fljót að byrja stífna.

 

Á heimasíðu Nóa Síríus getið þið lesið meir um temprun á súkkulaði.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment