Baileys Trufflur

Gerir um 30 stk

Uppskrift

 • 150 ml rjómi
 • 25 ml baileys
 • 225 gr 56 % síríus konsúm súkkulaði
 • 25 gr ósaltað smjör
 • Kakó duft, súkkulaðispænir eða annað skemmtilegt skraut
 1. Aðferð:
 2. Brytjað súkkulaði, baileys og smjör sett í hitaþolna skál
 3. Rjóminn settur í pott og hitað að suðumarki (þegar loftbólur byrja myndast með jaðrinum)
 4. Rjómanum hellt yfir súkkulaði blönduna og hrært þangað til vel blandað saman.
 5. Setjið í kæli í ca 2-4 klst, eftir því hversu hratt það kólnar. Ef mjög stíft er got að taka úr ísskáp 30 mín áður en á að vinna með trufflurnar.
 6. Mótið kúlur með ísskeið/deigskeið nr 70 (sjá hring að innan) (eða höndunum) og skreytið eftir smekk
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment