Saltaðar lakkrís karamellur

Fjöldi: ca 80 stk í munnbitastærðum:Saltaðar lakkrís karamellur
Tími: 30 mínútur í vinnslu, geyma yfir nótt

 • 125 gr ósaltað smjör
 • 225 gr sykur
 • 200 gr niðursoðin mjólk (e. sweetened condenced milk)*
 • 175 ml síróp
 • ca 1/2 tsk af grófu salti, t.d. flögusalt frá Norðursalt
 • 10 gr hrátt lakkrísduft (e. raw liquorice powder), t.d Johan Bülow sem fæst í Epal
 • 1/4 tsk svartur matarlitur
 • Sykurhitamælir eða annar sambærilegur, analog eða digital

*Sæt niðursoðin mjólk fæst í flestum asískum matvöruverslunum eins og Víetnamska markaðnum á Suðurlandsbraut og þeim sem er í Faxafeni

Aðferð:

 1. Smyrjið mót sem er 20×20 að stærð, setjið smjörpappír í formið og leggið til hliðar
 2. Setjið smjör, sykur, niðursoðna mjólk og síróp í pott, hitið á lægsta hita þangað til sykurinn blandast vel saman við og smjörið bráðið
 3. Hækkið hitann þangað til karamellann sýður lítillega, setjið hitamælinn við og hrærið stöðugt í karamellunni þangað til þið náið 118°C hita. Það er mjög mikilvægt með þessa uppskrift að hræra stöðugt allan tímann því hún á auðvelt með að brenna ef ekki er fylgst með og hitinn of hár.
 4. Þegar réttum hita er náð er saltinu, lakkrísduftinu og matarlitnum blandað saman við þangað til öll karamellann er orðin svört að lit. Hún gæti virkað grá, eftir hvernig lit þið notið en verður svört þegar hún hefur kólnað.
 5. Hellið í formið, stráið vel af salti yfir og leyfið að standa á borði í eina klukkustund áðu en þið setjið í kæli yfir nótt.
 6. Daginn eftir er óhætt að skera karamelluna í ferninga.
 7. Best er að geyma hana í loftþéttum umbúðum.
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment