Sítrónukrem – Alton Brown

Uppruunalega uppskriftin er frá Alton Brown og má nálgas hér.

  • 5 eggjarauður
  • 2,5 dl sykur
  • 4 sítrónur, börkur og safi
  • 115 gr smjör, skorið í ferninga og kælt

Aðferð:

  1. Útbúið vatnsbað og á meðan er sykri og eggjarauðum léttilega hrært saman (ca. 1 mínúta).
  2. Mælið 1/3 bolla eða um það bil 80 ml af sítrónusafa, ef hann dugir ekki úr sítrónunum er notað vatn á móti..
  3. Sítrónuberki og safa bætt við eggja-sykursblönduna. Sett yfir vatnsbað við tiltölulega lágan hita. Tekur um 8 mínútur að þykkna.
  4. Kremið er klárt fyrir smjörið þegar það þekur bakhlið á skeið og slóð heldur sér ef fingrum er rennt eftir bakhlið.
  5. Takið af hita og blandið út í köldu og smátt söxuðu smjörinu, einum bita í einu. Bætið næsta bút við þegar sá fyrri er bráðinn.
  6. Þegar allt er klárt er öllu skellt í hreina skál, með plastfilmu yfir og leyft að stífna í ísskáp. Má liggja í kæli í allt að 2 vikur í lokuðu og loftþéttum umbúðum.

Þetta krem er líka einstaklega gott á ristað brauð og með annarskonar kökum og meðlæti.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment