Class Buttercream Icing

Eftirfarandi uppskrift er fengin úr kennslubók wilton – The Wilton Method of Cake Decorating, Course 1

  • 1 bolli (250 ml) jurtafeiti (shortening) t.d. Crisco feiti
  • 1 tsk vanilludropar eða önnur bragðefn
  • 2 msk mjólk eða van
  • 450 gr flórsykur
  • 1 msk maregnsduft (Meringue Powder)
  • hnífsoddur salt (má sleppa)

 

Aðferð:

  1. Hrærið öllum hráefnum vel saman, bætið flórsykrinum rólega saman við, uþb 100 gr í einu.
  2. Blandið þangað til allt er vel blandað saman og kremað.

Athugið að þessi uppskrift er fyrir stíft krem sem hentar vel í að sprauta blóm sem hafa stíf blöð og þurfa að haldast. t.d. rósir. Bætið smávegis af vökva til að gera það meðal stíft sem hentar í borða á kökur og blóm með flötum blöðum. Að lokum er hægt að þynna það enn meir og gera lint krem sem hentar vel í að sprauta nöfn, línur, laufblöð og til að smyrja á köku.

Of stíft krem veldur því að þið rífið upp kökuna og fáið meiri brauðmylsnu en ella.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment