Hindberja smjörkrem

Uppskrift

  • 50 gr smjörlíki
  • 50 gr smjör
  • 3 dl flórsykur
  • 100 gr hindber*

*Fersk eða frosin. Ef þið notið frosin, t.d. þessi sem fást í stóru öskjunum í Krónunni mæli ég með að hella sjóðandi vatni yfir þau og leyfa þeim að liggja í 30-60 sekúndur. Sigta frá vökvann og leggja til þerris á eldhúsþurrkur áður en sett út í kremið.

Aðferð:

  1. Hrærið saman mjúkt smjörlíki, smjör og flórsykur.
  2. Hrærið þangað til kremið er vel loftkennt og hvítt (gæti tekið 5-10 mínútur eftir hrærivélum og stærð uppskriftar)
  3. Setjið hindberin út í og hrærið saman við.
  4. Sé kremið of blautt má bæta við flórsykri, 1-2 msk í einu þangað til réttum stífleika er náð.

 

Þetta krem er frábær fylling í franskar makkarónur, ofan á bollakökur eða á milli hvítra botna.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment