Hindberjasulta

Gerir um 3 hefðbundnar sultukrukkur

Hindberjasulta

 

Uppskrift:

  • 4 bollar (800 gr) hindber, kramin*
  • 4 bollar (800 gr) sykur (má minnka)

*Ég notaði frosin hindber og kramdi þau með kartöflustöppu áður en ég sauð þau.

Aðferð:

  1. Takið til stóran og rúmgóðan pott
  2. Hitið krömdu berin þangað til þau byrja að sjóða
  3. Sjóðið berin í 2 mínútur
  4. Bætið sykrinum við og blandið vel saman
  5. Fáið upp suðu og sjóðið í aðrar 2 mínútur (2-4 eftir því hversu þétt sultan á að vera)
  6. Takið af hitanum
  7. Hrærið með þeytara í 4 mínútur (ég setti í Kitchenaid vélina og lét hana um verkið)
  8. Hellið í hreinar krukkur og lokið

 

 Uppskriftin er fengin af Food.com, sjá upprunalega útgáfu hér.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment