Hvítt “fluffy” krem

UppskriftFluffy krem
  • 1 eggjahvíta
  • 4 msk ferskur appelsínusafi*
  • 175 gr flórsykur
  • Annað skraut t.d. silfurkúlur
*Þessu má eflaust skipta út fyrir annað bragð eða sleppa, það varð svolítið sterkt appelsínubragð af kreminu sem passar ekki með öllum tegundum af muffins eða kökum.

Aðferð

  • Settu flórsykurinn, eggjahvítuna og safann í hitaþolna skál.
  • Settu hana yfir pott með sjóðandi vatni og þeyttu saman með rafmagnsþeytara (yfir sjóðandi vatninu) í 7 mínútur.
  • Taktu skálina af og þeyttu í aðrar 2 mínútur þá er kremið tilbúið.

Þetta krem er áætlað fyrir 18 bolla kökur og því verður eflaust einhver afgangur ef gerðar eru 12.

Þetta krem getur hentað vel jafnt sem á kökur eða bollakökur, hér er eitt dæmi.

 

Uppskriftin er fengin úr GoodFood101, cakes & bakes

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment